tisa: maí 2006

miðvikudagur, maí 31, 2006

Eldri og vitrari

Í gær varð ég tjáningur. Ég varð sautján ára.

Ég er ekki komin með bílpróf, en ég tek það á föstudaginn og mun vonandi ná því. Örvhenta genið í mér lætur mig stundum keyra vinstra megin. Það gæti orðið vandamál í prófinu.

En!

Afmælisgjöfin sem vann árið 2006 er . . . . . . . .

Rúðuvökvinn frá Ásgerði og Margréti. Það er samt ekki of seint að gefa mér afmælisgjöf og toppa þetta.

Svo þarf ég að fara að fjárfesta í bíl. Ég fékk mun meira útborgað en ég átti von á og kannski get ég bara keypt mér bíl núna, en ekki í júlí.

Það er frábært að vera ég í dag.

Til að toppa sæluna, þá er hreint í herberginu mínu. Það glansar. Og parketið sést.

Nú þarf ég bara að fara að versla af mér rassgatið. Og kannski læra smá, svo ég falli ekki á munnlega prófinu.

Maí er svo sannarlega bestastur, og sætastur. Ef ég ætti kött myndi ég nefna hann Maí .... eða Hildigunnur.

Farin að vera glöð.


Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 15:22

2 comments

föstudagur, maí 26, 2006

Gremja

Allt í lagi bara.

Myndalinkurinn ákvað að hann hefði eitthvað betra að gera annarsstaðar og fór. Barasta hvarf eins og Sylvía Nótt eftir tapið mikla.

Ég nenni ekki að setja þetta aftur. Ég harðneita að setja þetta inn á aftur.

Hinu bóklega ökuprófi er náð. Með einni villu. Heimskulegri villu. Viljiði dæmi um hinar miklu þrautir á þessu prófi?

Hvert skal hringja ef þú kemur að slysi?

a) 212

b) 112

c) 211

(svar er neðst í bloggi)

Ég fór svo í ökutíma á miðvikudaginn. Ég ætti ekki að keyra. Það er stórhættulegt fyrir mig. Ég kann ekki að keyra.

Er það vegna þess að ég er örvhentur kvenmaður?


Þessi kúpling hatar mig. Gírstöngin er bandamaður kúplingarinnar og saman vinna þau að því að gera líf mitt leitt. Og Óli bara hlær og býður mér Smint. Er ég andfúl líka? Svona til að toppa þetta allt.


Eftir þennan hörmulega tíma, ákveð ég samt að leggja ekki árar í bát og stefni í annan tíma á föstudaginn.


Það var áðan.


Ég er ennþá ömurlegur bílstjóri. Ég hata þessa Pusjóa...

Það er allt Frakklandi að kenna að ég kann ekki að keyra! Ömurlegur Frakkar með sinn ömurlega hreim.

Er ég eitthvað búin að minnast á að ég á afmæli á þriðjudaginn? Ef ekki, þá á ég afmæli þá. Peningagjafir eru þegnar með þökkum, því að ég neyðist víst til að fresta langþráðum bílakaupum um mánuð vegna fjárskorts. Þessir Frakkar, djöfullinn hafi þá!

Ég er farin að trampa á franskri orðabók.

Tinna – Leti er lífstíll

(svar: B – 112)

tisa at 16:52

9 comments

sunnudagur, maí 21, 2006

Dreifbýlisblogg

Ég ákvað að leggja land undir fót og skella mér norður í blíðuna.

Ég ásamt systur Erlu fórum á Blönduós, það er fyrir norðan. Þessi blíða þarna reyndist svo vera hríð.

En við létum ekkert stöðva okkur og héldum þetta dúndur Eurovisionpartý með ömmu okkar.

Ég komst reyndar að því að það getur reynst varhugavert að vera of lengi úti á landi. Einkenni sem ég hef tekið eftir er til dæmis að tímaskyn hverfur, þú veist ekki lengur hvaða mánuður er, einnig gleymir maður hvernig það er að halda á dagblaði og öll stafsetningarkunnátta er á bak og burt.

Ég er samt ekki komín í siðmenninguna enn. Ég er að skrifa þetta frá Hvanneyri, þar sem systir Erla stundar nám sitt í fjósi.


Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem ég er sátt við úrslitin í Eurovision. En ég hef hins vegar misst allt mitt álit á Hollendingum. Þeir gáfu Tyrkjum 12 stig. Þessu ógeðslega Superstar lagi sem ég vildi gjarnan æla yfir.

Greyið Holland...

Og greyið Litháen...


En ég ætla að fara að gæða mér á Hvanneyrskum grænmetisrétt.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 19:08

6 comments

miðvikudagur, maí 17, 2006

Nýtt, splunkunýtt

Já, ég eyddi næstum öllum gærdeginum í aðsetja eitthvað nýtt hérna inn á. Bara því ég þurfti að læra dönsku, sem ég gerði ekki.

ÞVÍ BLOGGIÐ GENGUR FYRIR!

Reynið að finna þetta nýja. Ég er viss um að þið getið það ekki.

Spurning um að gera fleiri linka svona, eða hafa bara myndalinka þarna ???


En hey, ég er komin í sumarfrí. Ég er meira að segja komin í það mikið sumarfrí að ég er orðin brún.

Okei, ekki brún .... minna hvít.

Svo er skriflega brummaprófið eftir viku. Jehh

Mér ætlar bara að takast að ná öllum markmiðum. Vonandi. Ef ég fell ekki í neinu.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 14:43

2 comments

þriðjudagur, maí 16, 2006

úmph

Ég hef verið að spá í að setja eithvað nýtt inn á þessa blessuðu síðu. Ég veit ekki hvað. Það kemur sér ekki vel.

Ég hef tekið eftir því hvað langflestar bloggsíður eru með.

Ég gæti sett inn WebCam flipp. En vandamálið er að ég á ekki svona webcam dæmi. Mér finnst það reyndar ekki vandamál. Ég hef aldrei fundið þá þörf að láta fólk á sjá mig meðan ég er í tölvunni. Fólk getur bara komið í heimsókn og skoðað mig. Ég get snúið mér í hring fyrir ykkur og allt.

Ég þurfti allavega að gera það fyrir stórfjölskylduna hans Magga þegar ég kom fyrst heim til hans. Þau er voða vandlát á kærustur fyrir syni sína. En ég slapp í gegn.

Annað sem ég gæti sett inn eru myndir. Það virðast allir vera með myndir inn á síðunum sínum. En þá spyr ég sjálfa mig: Mun mér einhverntíma takast að verða eins og hinir. Þessir 'allir'

Ég á reyndar myndavél. En það eru bara fimm myndir inn á henni. Af háhýsi í Kaupmannahöfn. Ég hef ekki einu sinni farið þangað.

Annað sem allar bloggsíður eru með er svona Um mig. Þá segir fólk frá sjálfum sér. Mér finnst reyndar mjög gaman að segja frá sjálfri mér og tala ég oftar en ekki um mína yfirþyrmandi fegurð, þá sérstaklega á morgnana. Þá er ég sætust og alltaf í góðu skapi.

Flestir sem eiga einhverja vini eru með þá inn á síðunni sinni. Það er til þess að sýna að maður er ekki einhver sad manneskja sem gerir ekkert að hanga á blogginu sínu. Ég á mér líf.

Smá.

Ég er allavega með þannig, kalla það ævisögur. Kannski ert þú þar.

Ástæðan fyrir því að þetta eru ævisögur er sú að fyrir langa löngu þegar ég og Ásgerður byrjuðum með blog.central.is/tisa þá voru svona Vinir & vandamenn linkur þar. Og þar skrifuðu allir nokkrar línur um sína nánustu.

Eins og...

Pósturinn Páll '89' Póstskólinn

Ég kynntist Póstinum Páli í Póstskólanum og hann er sko geggjaður vinur minn. Elska hann í tætlur. Hann á líka ógó sætan kisa Mwahh :* :* Lovya (K)

Okkur Ásgerði datt í hug að gera bara heila sögu um allt fólkið, hvort sem það er skáldskapur eður ei. Það varð reyndar þannig að Ásgerður var ekki alveg með metnaðinn í þetta þannig ég gerð nú flestar ævisögunar. Hún á kannski eina eða tvær.

Auðvitað má ekki gleyma slúðrinu það hafa nú langflestar síður. Þá getur maður fylgst með því helsta sem var að gerast.

*-Pósturinn Páll heitur með einhverri gellu um helgina.-*
*-Kötturinn Njáll hættur með Kisunni-*

Það er yfirleitt í þessum dúr hefur mér sýnst.

Ég gæti líka hent inn svona mánaðarins til að vera í takt við tímann. Það er maður með svona foli mánaðins og gella og nörd og hneyksli eða eitthvað.


En það sem ég hef aldrei séð á neinni síðu er Svefnklúbbslinkur nema hjá mér. En mig langar svolítið að gera eitthvað nýtt hérna.

Kannski er það samt bara vegna þess að ég á að vera að læra undir dönskupróf.


En endilega komið með tillögur. Mér leiðist. Vantar eitthvað að gera.
Plís.


Tinna - Leti er lífstíll


tisa at 13:55

5 comments

mánudagur, maí 15, 2006

Þar skall hurð nærri hælum

Ég lenti í frekar óskemmtilegu atviki á föstudaginn síðastliðinn. Ég, Esther, Linda og Maggi Ben vorum á leið okkar upp í Heiðmörk á Polonum hennar Estherar. Við erum nýkomin inn í Heiðmörk. Malbik endar. Lausamöl. Bíllin lendir í holu á veginum. Missum stjórn á bílnum. Veltum tvær og hálfa veltur út af. Áts.

Frekar scary sko.

Svona leit greyið Poloinn út eftir þessi ósköp...



Mjög góð tímasetning, þar sem ég er að fara að taka bílprófið mitt. Ætti maður bara að hætta við þetta allt saman? Neee

Ég hef það bara á bak við eyrað að fara mjög gætilega á malarvegum. Og þið hin vonandi.


En já, ég mun taka skriflega prófið þann 24.maí kl.11:00 ... og vonandi næ ég því.

En ætla að fara að njóta þess að vera á lífi ... með því að sofa.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 14:34

0 comments

miðvikudagur, maí 10, 2006

Leti er hollur lífstíll

Og enn halda prófin áfram. Þrjú búin, þrjú eftir. Síðan hið mikilvæga. Bíll.

Ég er að fara að sækja um ökuskírteini í dag. One step closer.

Annars er ég alltof lítið stressuð fyrir þessi próf. En ég veit ástæðuna. Því ég er það klár að ég þarf ekki að hafa áhyggjur. Neeei. Það er vegna þess að leti dregur úr streitu og kvíða. Það stóð í Mogganum. Á forsíðunni sko. Leti sögð vera holl, þetta stóð með stórum og skýrum stöfum. Svart á hvítu. Og hana nú.

Ég hafði rétt fyrir mér allan tímann. Það er hvorki óhollt né heilsuspillandi að vera latur.


Ég er ekki búin að taka mynd á myndavélina mína. Vill einhver verða módel fyrir mig?

Ég tók góða ákvörðun í gær. Ég ákvað að læra ekki og fara að versla. Sé ekki eftir því. Eyddi mikið af dýrmætum pening. En það er allt í lagi, er svo rík.

Ég ætla að borða snúð núna.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 13:42

6 comments

þriðjudagur, maí 09, 2006

Mills of Satan

Í dag er gott veður, en ég er viss um að enginn hefur getað notfært sér það vegna prófa.

Ég var í söguprófinu mínu í gær. Ég er ekki aðdáandi númer eitt eftir þetta próf. Hérna er dæmi um spurningu:

Myllur satans:___________________________________

Þetta vissi ég ekki. Ég á annaðhvort eftir að rétt falla, eða rétt ná. Það verður mjótt á munum.

Til að bæta mér þessi ósköp upp lýsi ég því yfir að dagurinn í dag er frídagur. Ég ætla að versla. Mikið. Og svo aðeins meira.

Og fara í passamyndatöku, var að fatta að ég vil ekki hafa mynd frá því í 8.bekk á ökuskírteininu mínu.

Önnur upgvötun: Þegar maður er með stutt hár, svona eins og ég, þá á það mun auðveldara með að standa beint upp í loftið. Þess vegna vaknaði ég með lóðrétta hárgreiðslu.


Ég á ennþá fjögur próf eftir. PUH


Ég var inn á gömlu síðunni minni áðan. Svo sá ég allt í einu að tvö neðstu bloggin mín eru með 90 skoðanir. Mæli með því að þið lesið þær, mjög áhugavert.

Hey, konan í vinunni skildi eftir spennurhanda mér. Þær eru í öllum regnbogans litum, og úr plasti. Nokkuð svekkt með bolinn samt, fékk engan.


Gone versling.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 12:27

1 comments

sunnudagur, maí 07, 2006

Svarið við alheimsvandamálum fundið: LETI

Getiði hvað, kæra einmanna fólk sem hefur ekkert betra að gera en að lesa þvæluna sem veltur upp úr mér og ætti kannski bara að eignast líf svo yrði ekki eins sorglegt og ég er orðin.

Ég er búin að eignast mína fyrstu myndavél, sem er sko diggital og allt! Það kemur sér án efa mjög vel þar sem ég meðlimur ljósmyndanefndar Kvennaskólans í Reykjavík, Menntaskóla við Fríkirkjuveg árið 2006-2007.

Ég var að læra í sögu áðan og það er slatta mikið sem gerðist þarna í den. Og þarf helst að kunna þetta allt. Byltingar og stríð út um allt.

Pælum aðeins í því ef fólk hefði getað meðtekið boðskap Tinnu þarna. Ef ég gæti farið aftur til ársins 1789 og sagt við þarna frönsku helvítin "Leti er lífstíll" Ég hefði auðvitað þurft að segja það á frönsku því að sjálfsögðu myndu þessir frönsku uppreisnaraular ekki hafa skilið orð af því sem ég segði og horft á mig eins og ég væri fáviti, svona eins og þeir voru.

En já, ef þeir hefðu fattað þetta þá hefði ekkert gerst, ég veit allavega að ég hefði nennt í stríð.
Ef fólk fer eftir boðskap mínum verða engin stríð. Þar af leiðandi þyrfti ég ekki að læra um þessi stríð, og þá væri ég ekki eins pirruð og ég er núna.
Allur heimurinn gæti bara legið í sólbaði og sötrað djús eða appelsín eða eitthvað.

Svo til að leysa stærðfræðivandann.

Ef, enn og aftur, fólk hefði fattað að leti er hinn eini lífstíll, þá hefðu þessir menn ekkert nennt að vera að finna upp einhver lögmál. Píþagóras lægi bara í góðu tjilli í hengirúminu sínu.

Af hverju er ég ekki alheimsforseti? My day will come!



Ég er að vinna með konu um daginn sem gaf mér blikkandi Bangsímon farsímaskraut. Það er svona drasl sem maður á að hengja á símann sinn. Mitt blikkaði sko, og ég gat líka valið hvort ég hefði Bangsímon, Grísla, Tígra eða Asnann. Ég var svo aftur að vinna með konunni í dag, ég lagði símann minn á borð eitt þarna. Hún leit á símann og spurninganar veltust upp úr henni.

Þú ekki hafa á síma? Ekki flott? Afhverju ekki á síma? Blikka! Party, party!!!

Ég sagði að Bangsímon og co. hefðu bilað. Hún skildi mig ekki.

Vandræðalegt ....

Ég held hún ætli að gefa mér spennu eða bol á morgun, ég skildi hana ekki alveg nógu vel.


Ég verð að fara að setja samhengi á bloggin mín.


Tinna - Leti er lífstíll






tisa at 22:23

4 comments

föstudagur, maí 05, 2006

ditten og datten

Ég var í prófi áðan. Nú á ég bara öll hin eftir. Svo fer ég á ball. Ballið verður í Versölum. Þangað fór ég á árshátíð Seljaskóla. Ég var einu sinni í Seljaskóla. Þá fannst mér ógeðslega gaman að labba eftir grindverkum. Mér fannst líka gaman að skríða undir þau. Samt aðallega þegar það var snjór. Síðan hætti ég þessu bara. Varð of cool eða eitthvað.

Svo er Eurovision. Og hitt Eurovision. Sylvía Nótt er fífl. Og líka smá pirrandi.

Síðan á ég afmæli. Þá verð ég 17 ára. 17 er fín tala. Ég mun senda gjafalista á ykkur öll.
Ég ætla líka að fá köku. Og helst kerti. Og fara í leiki. Í grænni lautu eða eitthvað. Ég ætla líka að kaupa boðskort. Svo kaupi ég Turtles pappírsdúk og diska. Eða Gosa. Ég er ekki búin að ákveða.

Klippingin mín er farin. Eða hún breyttist. Eða eitthvað. Hárið mitt varð líka allt í einu miklu ljósara. Ég held að það tengist því eitthvað að ég fór í sund. Þá fékk ég hælsæri og það leið næstum yfir mig. En það var ekki út af hælsærinu held ég.

Það er komið drasl í herbergið mitt aftur. Og einhver lykt. Vill einhver taka til? Ég skal borga. Samt í Sun Lollyium ef það er í lagi.

Mamma er passa strák sem heitir Alexander. Alexander slefaði framan í Magga. Það var ekkert lítið heldur. Skondið atvik. Samt meira svona "had to be there" móment.

Ég er í fýlu út í vinnuna mína. Vildi að ég hefði efni á að hætta.

Ég ætlaði að fara að læra áðan. En ég gleymdi að kaupa lærdómsnammi. Þá get ég ekki lært. Lærdómsnammi er mjög mikilvægt til að læra. Alveg eins og Skittles er mjög mikilvægt í GTA bílaleiknum. Þarna þessi númer eitt. Þar sem maður horfir niður á bílana. Þá notar maður Skittles. Þær virka sem stresspillur. Eða gerðu það í huga okkar Estherar. Ég varð að minnsta kosti nett stressuð í þessum leik. Af því ég var sko líka að borða Skittles. Æi Esther skilur mig.

Ég er búin að gleyma hvað kúpling er. Það kemur sér frekar illa í ökunámi. Þetta reddast samt. Það tekur örugglega enginn eftir því. Og gírstöng. PUH. Það er nú bara til flækja hlutina.

Mig langar ótrúlega til útlanda. Einhver memm? Eða kannski ætti ég að fara hringinn í sumar. Já ef til vill. Sjá hvað tilvonandi bíllinn minn getur gert. Ég þarf að fá enhvern með mér þá sem kann að skipta um dekk. Og setja svona neyðarþríhyrning upp. Vesen. Ég held mig við útlönd. Þarf einhvern memm sem er til í að vera burðardýr. Samt ekkert fyrir fíkniefni sko. Bara svona föt og skó. Ég býð Sun Lolly fyrir.

America's Next Top Model er byrjað aftur. Það gleður hjarta mitt. Gelgjan í mér brýst út. Annars horfi ég bara á menningalega þætti. Sex in the City til dæmis. Og One Tree Hill. Ég er að spá í að gerast 12 ára aftur. Það færi mér betur. Ég meina konan í sundi hélt að ég væri í 10.bekk. Hún var bitur út í lífið.

Ég ætla að fá mér kleinu. Eða kex. Er ekki alveg ákveðin í því. Síðan fer ég kannski bara út í búð. Þarf að kaupa Sun Lolly held ég.


Tinna - Leti er lífstíll


tisa at 14:58

5 comments

mánudagur, maí 01, 2006

Maí

Besti mánuður í heimi er genginn í garð. Hann er svo bestur að hann var gerður að frídegi.
Maí er líka fallegasti mánuðurinn, stutt og töff nafn á honum líka. Ég elska maí.

Fyrir 17 árum var mamma mín ólétt af mesta og besta sköpunarverki so far... Þetta sköpunarverk átti á fæðast í júní samkvæmt einhverjum lækni. En sköpunarverkið hélt nú ekki. Maí skyldi það vera! Það munaði litlu en það náði að koma í heiminn 30.maí sem er fallegasta dagsetningin.

Sköpunarverk maí er farið að vinna.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 16:16

3 comments